Aðalmarkmið og hugmyndafræði leikskólans

Í Gullborg er unnið samkvæmt stefnu skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur. Markmiðið er að gæði og fagmennska einkenni starfshætti og að kennarinn sé umbótamiðaður í daglegu starfi. Nýjungar og þróun í starfsháttum þurfa að ná til barna þannig að þeim standi til boða námsumhverfi þar sem þeim líði vel, fari stöðugt fram, þau öðlist færni, menntun, leikni, þekkingu og getu fyrir líf og starf.

Uppeldisstefna og hugmyndafræði Gullborgar byggir á kenningum E. A. Erikson og A. H. Maslow um sjálfsmynd einstaklinga og þróun hennar. Erikson leggur fram kenningu sem segir að við mótun sjálfsmyndar sé mikilvægt að grunnþörfum sé fullnægt. Að vera í umhverfi sem býður upp á öryggi, traust,sjálfstæði og frumkvæði. Mikilvægt er að vel sé hlúð að þessum þáttum og að barnið upplifi sig á jákvæðan hátt

Hugmyndafræði Maslow um þróun sjálfsmyndar er að umhverfið bjóði börnunum upp á að líkamlegum þörfum sé sinnt og veiti öryggi, umhyggju, læra að virða sjálfan sig og virðing frá öðrum. Þegar vel er hlúð að þessum þáttum styrkist sjálfsmynd barna.

Sjálfsmyndin byggist mest á tveimur þáttum; sjálfsöryggi og sjálfstrausti

Sjálfsöryggi byggist á hæfileikum sem koma innan frá og eru huglægir s.s. eigin tilfinningar, skoðanir og upplifanir og út frá þeim hæfileikum sem erfitt er að mæla og meta.

Sjálfstraust byggist á hæfileikum og færni sem koma utan frá s.s. árangri í námi, íþróttum, tónlist og út frá þeim hæfileikum sem hægt er að mæla og meta.

Undirmarkmið til að stuðla að þessum þáttur er mikilvægt að:

  • Að barnið öðlist sjálfsöryggi (það sem barnið er) og sjálfstraust (það sem barnið lærir) og að þetta tvennt haldist í hendur.
  • Að barnið öðlist virðingu og viðurkenningu og læri að treysta á eigin verðleika.
  • Að barnið finni öryggi og kunni að sýna frumkvæði og að taka tillit til annarra.
  • Að barnið kunni að móta sínar eigin tilfinningar og skoðanir, koma þeim á framfæri og taka á móti skoðunum annarra.

Leiðir að markmiðunum

Í Gullborg er unnið samkvæmt stefnu skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur. Markmiðið er að gæði og fagmennska einkenni starfshætti og að kennarinn sé umbótamiðaður í daglegu starfi. Nýjungar og þróun í starfsháttum þurfa að ná til barna þannig að þeim standi til boða námsumhverfi þar sem þeim líði vel, fari stöðugt fram, þau öðlist færni, menntun, leikni, þekkingu og getu fyrir líf og starf.

Dagskipulag byggir á markmiðum leikskólans og er í samræmi við Aðalnámsskrá leikskóla. Þar er leikurinn aðal náms- og þroskaleið barnanna og tryggt að öllum þáttum námsskrárinnar sé sinnt.

Kennarinn er í lykilhlutverki í daglegu starfi með barninu Í Gullborg og vinnur eftir aðalnámskrá leikskóla og starfslýsingum stéttarfélaga. Kennarinn tileinkar sér gildi leikskólans og vinnur eftir starfsmannastefnu Gullborgar sem unnin er með hliðsjón af starfsmannastefnu Reykjavíkurborgar. Kennarinn vinnur eftir starfsaðferðum og dagskipulagi sem byggir á að leikurinn er aðal náms- og þroskaleið barnsins. Hann hlustar á barnið og tekur mið af óskum þess og skoðunum. Öll samskipti kennara við börnin skulu vera uppbyggileg. Kennarinn mætir því ávallt með virðingu, af athygli og öryggi. Hann sýnir virðingu með því að viðurkenna tilfinningar,, hugmyndir og upplifanir barnanna og að allar skoðanir séu jafn réttháar. Hrós og hvatning frá kennara er mikilvægur þáttur í að byggja upp sjálfsöryggi hjá barninu; þar með er hegðunin, athöfnin eða tilfinningin viðurkennd á jákvæðan hátt. Kennarinn vinnur eftir jafnréttisáætlun og mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar þar sem börn og kennarar njóta mannréttinda án tillits til uppruna, þjóðernis, litarháttar, trúarbragða, stjórnmálaskoðana, kynferðis, kynhneigðar, aldurs, efnahags, ætternis, fötlunar, heilsufars eða annarrar stöðu. Kennarinn er fyrirmynd með daglegri framkomu sinni, viðhorfum, orðum og gjörðum. Kennarinn tileinkar sér sáttmála þar sem gagnkvæm jákvæð tengsl, tillitssemi, umburðarlyndi og kurteisi í framkomu skiptir miklu máli í samskiptum í leikskólanum.

Starfsmenn mótuðu sáttmála skólans í sameiningu og er hann nokkuð sem þeir telja að eigi að hafa að leiðarljósi hvern vinnudag.

Sáttmáli Gullborgar

Vinsamlega veldu um leið og þú kemur inn á þennan vinnustað að gera daginn í dag að góðum degi.

Vinnufélagar þínir, börnin, foreldrar, aðrir samstarfsaðilar og þú sjálf/ur verða þér þakklát.

Finndu leiðir til að leika þér.

Við getum tekið vinnuna alvarlega án þess að taka okkur sjálf alvarlega.

Haltu athygli þinni svo að þú verðir til staðar þegar aðrir þarfnast þín mest.

Finndu einhvern sem þarf á hjálp að halda, uppörvandi orð eða góðan hlustanda.

Gerðu honum daginn eftirminninlegan.

Stephen C. Lundin, Harry Paul og John Christensen

Leikurinn kjarninn í uppeldisstarfinu í leikskólanum og er hann aðalleiðin til að ná markmiðum námskrár. Leikurinn er eðlilegasta tjáningarform barna og leiðirnar sem notaðar eru til að þau geti notið sín í leiknum eru í gegnum hópastarf, leik inn á deild, útivist og með daglegu lífi í leikskólanum. Barnið fær nógan tíma til leiks með þroskavænlegum leikföngum og viðeigandi efnivið. Kennarar taka þátt í leik barnsins út frá starfsaðferðum sem þeir hafa sett sér í daglegu starfi. Í leik inni á deild velur barn úr ákveðnum viðfangsefnum og einnig fær það að koma með sínar eigin hugmyndir. Þannig fær það tækifæri til að taka sjálft ákvarðanir og koma skoðunum á framfæri. Í útivist er stuðlað að hollri hreyfingu með skemmtilegum leikjum í jákvæðu, skapandi og öruggu umhverfi.

Skólanámskrá_gullborgar_júní_2016.pdf