Kæru foreldrar á Grænudeild, Rauðudeild og Bláudeild !
Í tengslum við samstarf okkar við Blátt áfram höfum við verið að vinna með tilfinningarnar í vetur. Það verkefni höfum við verið að vinna í svokölluðum lífsleiknitímum. Við byrjuðum á að vinna með sjálfsmyndina og ólíkar fjölskyldur. Á mánudaginn 30. nóvember fara börnin heim með bækur sem þau hafa verið að vinna með í þessum tímum. Núna á barnið þitt að teikna fjölskylduna sína í þessa bók með aðstoð foreldra og viljum við biðja ykkur að skrá samviskusamlega niður hvaða tilfinningar og umræða barnið sýnir á meðan það vinnur verkið.
Vinsamlega skilið bókinni á föstudaginn 4. Desember.
Athugið þetta er tilraunaverkefni til að sjá hvort að þetta er eitthvað sem verður spennandi viðbót til að vinna með í framtíðinni í tengslum við sjálfsmynd barna.
Með kveðju starfsmenn Gullborgar !