Fimmtudaginn 7. okt tóku foreldrafélög Gullborgar, Grandaskóla, Vesturbæjarskóla og Melaskóla sig saman um að vera með fyrirlestur um kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum. Sigríður Björnsdóttir hjá Blátt áfram fjallaði um forvarnir og einkenni kynferðisofbeldis. Kom fram á fyrirlestrinum hjá foreldrum og starfsmönnum hversu mikilvægt er að þekkja einkennin og eiga góð samskipti við börnin sín og fræða þau um kynfræðslu og sína einkastaði og kunna að setja mörk. Mikilvægt er að foreldrar tali sín á milli þegar börn eru að gista eða dvelja á öðrum heimilum.
Fréttir af samstarfi við Blátt áfram
Vinnubók heim !
Kæru foreldrar á Grænudeild, Rauðudeild og Bláudeild !
Í tengslum við samstarf okkar við Blátt áfram höfum við verið að vinna með tilfinningarnar í vetur. Það verkefni höfum við verið að vinna í svokölluðum lífsleiknitímum. Við byrjuðum á að vinna með sjálfsmyndina og ólíkar fjölskyldur. Á mánudaginn 30. nóvember fara börnin heim með bækur sem þau hafa verið að vinna með í þessum tímum. Núna á barnið þitt að teikna fjölskylduna sína í þessa bók með aðstoð foreldra og viljum við biðja ykkur að skrá samviskusamlega niður hvaða tilfinningar og umræða barnið sýnir á meðan það vinnur verkið.
Vinsamlega skilið bókinni á föstudaginn 4. Desember.
Athugið þetta er tilraunaverkefni til að sjá hvort að þetta er eitthvað sem verður spennandi viðbót til að vinna með í framtíðinni í tengslum við sjálfsmynd barna.
Með kveðju starfsmenn Gullborgar !