Listsköpun

Í gegnum listsköpun fá börnin tækifæri til að skapa og túlka sem hefur áhrif á tjáningu  þeirra. Börnin kanna margskonar efnivið, eðli hluta og eiginleika.  Börnin þjálfa samhæfingu augna og handa og fínhreyfingar eflast.  Sköpunarþörf barna er mikil og þau tjá tilfinningar sínar með því að snerta, þreifa, lykta, uppgötva og rannsaka umhverfi sitt. Þau teikna, mála og móta eftir eigin hugmyndum í gegnum náttúruleg og endurunnin efni.

Deildarstjórar bera ábyrgð á að barnið njóti listsköpunar í daglegu starfi.