Könnunarleikur

Á yngstu deild leikskólans er unnið með könnunarleikinn (Heuristic play with objects) sem börnin stjórna sjálf á eigin forsendum.

Markmið leiksins er að barnið fái að kanna með skilningarvitunum fimm; þau eru snerting, lykt, bragð, heyrn og sjón, ásamt hreyfiþroska. Barnið fær að vinna frjálst með verðlaust efni t.d. tómar dósir, hólkar, rennilásar, gamlir lyklar, hárburstar, matarílát og margt fleira sem býður upp á óteljandi möguleika. Það fær að nota forvitni sína óhindrað og einbeita sér að viðfangsefninu á rúmgóðu svæði. Kennarinn er alltaf til staðar en er ekki virkur þátttakandi í leiknum. Hann er einungis til taks fyrir börnin þurfi þau á aðstoð hans að halda.