Aðlögunaráætlun Gullborgar

Þegar ný börn byrja í leikskólanum eru foreldrar boðaðir í upphafsviðtal. Í því viðtali skiptast starfsfólk leikskólans og foreldrar á upplýsingum um barnið. Þessi viðtöl taka deildarstjórar og leikskólastjóri eða aðstoðarleikskólastjóri. Þegar börn byrja á leikskólanum byrja þau í aðlögun.  Börn og foreldrar eru að kynnast leikskólanum og fá börnin  þann tíma sem þau þurfa til að aðlagast nýjum stað og aðstæðum.

Mikilvægar upplýsingar um aðlögun barna á Gullborg
Mikilvægt er að aðlögun barns í leikskóla sé farsæl. Öryggi hvers barns er því mikilvægt og því þurfa foreldrar og leikskóli að vinna saman að því að ná fram þessu öryggi og vellíðan. Geta og aðlögunarhæfni hvers barns er höfð að leiðarljósi í aðlögun og getur því verið mismunandi eftir hverju barni, aðlögun getur því tekið allt að 10 dögum.

  • Dagur 1: Barn og foreldri mæta saman kl. 10:00 í stutta heimsókn ca. 30 - 60 mín.
  • Dagur 2: Barn og foreldri mæta saman kl. 9:30 og eru saman í leikskólanum til kl. 11:00.
  • Dagur 3: Barn og foreldri mæta saman kl. 8:30 og taka þátt í morgunverði. Foreldri er með barninu til að byrja með, fer frá, í samráði við starfsmann, í ca. 15-30 mín. Foreldrar og barn kveðja um kl. 11:15.
  • Dagur 4: Barn og foreldri mæta kl. 8:30 í morgunmat. Foreldri situr með barninu í morgunmat. Eftir morgunmat kveður foreldri barnið. Barnið er síðan í hádegisverð og er sótt kl. 11:45/12:30 (fer eftir deildum).
  • Dagur 5: Barn og foreldri mæta kl. 8:30. Foreldri kveður barnið og það tekur þátt í morgunverði, hádegisverði og hvíld. Foreldri kemur og sækir barnið eftir hvíld kl. 14:00.
  • Dagur 6: Barn og foreldri koma kl. 8:30. Foreldri kveður barnið og það tekur þátt í morgun- og hádegisverði og hvíld. Foreldri kemur kl. 15:00 og tekur þátt í kaffitíma með barninu. Síðan kveðja barnið og foreldri leikskólann.
  • Dagur 7: Barnið nýtir sinn fulla vistunartíma.

ATH! Ekki er æskilegt að fara út fyrir þessa áætlun nema í samráði við deildarstjóra.