Afmæli

Í leikskólanum fá afmælisbörnin kórónu. Það er sunginn afmælissöngurinn og svo fær barnið að velja sér eitt lag sem börnin á deildinni syngja fyrir afmælisbarnið. Það er ekki hefð fyrir því að afmælisbörn komi með einhverjar kökur eða ís í leikskólann.

Á fundi í stjórn foreldrafélags Gullborgar var samþykkt eftirfarandi;

Afmæli leikskólabarna skal halda utan leikskólatíma þ.e. eftir kl. 17.00. Starfsmenn bera ábyrgð á börnunum þann vistunartíma sem þau eru í leikskólanum. Foreldrar vilja sjálfir fylgja og sækja börnin sín í afmæli til að kynnast foreldrum vina barna sinna. Stundum lenda starfsmenn í því að barn vill ekki fara í afmæli og boðskort hafa ekki alltaf komist til skila. Foreldrar / aðstandendur hafa ætlað að sækja barnið en barnið komið í afmæli.

Boðskort á ekki að setja í fatahólf barnanna. Foreldrar geta fengið símanúmer eða netföng hjá deildastjórum.

Vinsamlega ekki biðja starfsmenn að víkja frá þessari samþykkt.