Gullkorn

3 ára stúlka var í leik í búningum/snyrtidóti ásamt nokkrum

öðrum börnum. Það var verið að bera á sig krem og snyrta,

þá hafði hún að orði, Dóra (kennari) það eru mörg strik á hálsinum á þér

og ég segi æ, geturðu tekið þau í burtu, já sagði sú stutta,

ég skal reyna að stroka þau út, bleytti puttann og hófst handa

Lífið er yndislegt.

 

3 ára drengur var að leika með tröllin ásamt fleiri börnum.

Það voru mamma tröll og pabbi tröll ásamt börnunum þeirra.

Þá segir drengurinn, tröll eru með brjóst er það ekki, jú segir Dóra (kennari)

það eru allir með brjóst, Já segir sá stutti ,Pabbi minn er samt

með lítil brjóst. Síðan útskýrði Dóra af hverju mömmur væru

með stærri brjóst en pabbar. Lúkas horfir á Dóru og segir þú

er með þrjú brjóst og telur 1,2 og maginn númer þrjú.

Nú verður farið að taka á því í ræktinni!!

 

Rannveig (leikskólastjóri) var inn á deild einn morguninn og spyr

einn 3 ára dreng hvað sé í morgunmat. Cheerios svarar hann,

eitthvað fleira spyr Rannveig, súrmjólk segir hann.

Nei segir þá annar 3 ára drengur  svolítið höstugur og hneykslaður yfir

fáfræði hins, það er hafragrautur. Fyrri drengurinn snýr sér

að hinum seinni, réttir hendurnar fram til að stoppa hinn

og segir RÓAÐU ÞIG!! :)

 

Elín Hulda (kennari) var einu sinni að vekja dreng eftir hvíld á bláudeild

og er hann eitthvað ekki alveg tilbúinn að vakna og segir

"Elín, þetta er allt saman misskilningur! ég má sofa lengur,

þetta er bara misskilningur".

 

Elín Hulda (kennari) var með borð í hádeginu inn á bláudeild og það var fiskur í matinn.

Einhverjar málefnalegar umræður voru í gangi þegar einn 3 ára 

segir allt í einu "krakkar, krakkar, Fiskikóngurinn Sogavegi 3!"

Greinilegt að auglýsingin þeirra sé að skila góðu þegar börnin eru farin að kunna hana!