Leikurinn

Leikurinn kjarninn í uppeldisstarfinu í leikskólanum og er hann aðalleiðin til að ná markmiðum námskrár. Leikurinn er eðlilegasta tjáningarform barna og leiðirnar sem notaðar eru til að þau geti notið sín í leiknum eru í gegnum hópastarf, leik inn á deild, útivist og með daglegu lífi í leikskólanum. Barnið fær nógan tíma til leiks með þroskavænlegum leikföngum og viðeigandi efnivið. Kennarar taka þátt í leik barnsins út frá starfsaðferðum sem þeir hafa sett sér í daglegu starfi. Í leik inni á deild velur barn úr ákveðnum viðfangsefnum og einnig fær það að koma með sínar eigin hugmyndir. Þannig fær það tækifæri til að taka sjálft ákvarðanir og koma skoðunum á framfæri. Í útivist er stuðlað að hollri hreyfingu með skemmtilegum leikjum í jákvæðu, skapandi og öruggu umhverfi.