Í leikskólanum er lagður grunnur að málþroska barna vegna þess að málið er mikilvægt tjáningarform til samskipta. Lögð er áhersla á málþroska með daglegum samtölum, lestri bóka, hlustun, framsögn, söngvum, þulum og kvæðum í gegnum sögu- og ljóðagerð sem stuðla að hugtakaskilningi og leik að orðum. Málörvun er fléttað inn í alla þætti leikskólastarfsins og birtist sem líkamleg tjáning, sem talmál og í ritmáli.
Deildarstjórar bera ábyrgð á að málörvun barnanna eigi sér stað í gegnum daglegt starf.