Tónlist

Tónlistarþroska og tónlistarlæsi öðlast börn smám saman með því að fá fjölbreytta reynslu af tónlist og kynnast virkri hlustun, næmni fyrir hljóðum, hljóðfærum og tónum. Unnið er með tónlist í skipulögðum hópum og einnig í daglegu lífi sem ýtir undir sjálfsprottinn söng og lífsgleði.

Leitast er við að flétta saman hljóð, takt og hreyfingu, sem örvuð eru með því að vinna með mismunandi hljóð og hljóðfæri í umhverfinu, sem einnig vekur ánægju og áhuga barnsins. Daglega er fengist við söng, rím og ljóðagerð. Með þessu eykst áhugi barnsins á mismunandi tónlist og fjölbreytta menningu í tónlist.