Hreyfing

Börn hafa ríka þörf fyrir að hreyfa sig frjálst og óhindrað. Í leikskólanum er lögð áhersla á hreyfiuppeldi. Hreyfing eykur líkamsskynjun og barnið nær smám saman betri stjórn á hreyfingum sínum sem hefur áhrif á sjálfsmyndina. Í hreyfileikjum öðlast barn skilning á styrk sínum, getu og fær útrás. Samhæfing hreyfinga, jafnvægi og öryggi barnsins eykst. Í útiveru skynjar barnið umhverfi sitt og kemst í snertingu við náttúruna í gegnum leikinn.