Náttúran og samfélagið

Börnin upplifa náttúruna og tengjast henni á jákvæðan hátt.  Þau læra að virða hana og umgangast rétt.  Umhverfi leikskólans býður fjölbreytta möguleika á að kanna og uppgötva náttúruna.  Stutt er í fjöru sem býður upp á  óendanlega möguleika á að njóta umhverfis sem yfirfært er í daglegt starf og leik.

Leikskólinn nýtir þau menningarlegu og félagslegu tækifæri sem umhverfið og samfélagið gefur kost á.  Leikskólinn mótar sitt starf út frá innri og ytri aðstæðum í samfélaginu.  Þar ríkja reglur sem allir þurfa að fara eftir og  börnunum er kennt  að fara eftir þeim.