Styrkir

Gleðifréttir

Gullborg hefur hlotið 3 styrki úr þróunar-og nýsköpunarsjóði skóla og frístundaráðs. Látum drauma rætast fyrir skólaárið 2022 og 2023. 

1.Gullborg, Grandaborg, Ægisborg í samstarfi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands fengu styrk fyrir verkefnið Leikur, nám og gleði. Í verkefninu verður lögð áhersla á að styrkja starfsfólk leikskólanna með fræðslu og umræðum hvernig leggja megi mun meiri áherslu á leik barna sem aðalnámsleið. Verkefnið er áætlað til 2ja ára

2. Gullborg, Ævintýraborg Eggertsgötu, Laugasól, Vinagerði og Ævintýraborg Nauthólsveg fengu styrk fyrir verkefnið Réttindi barna á Íslandi. Markmiðið er að innleiða ákvæði Barnasáttmála í samstarfi við UNICEF og Hákskóla Íslands. Verkefnið er áætlað til 3ja ára. 

3. Gullborg, Grandaborg og Ægisborg fengu styrk sem veittur er árlega úr A hluta  Menntastefnu Reykjavíkur en það samstarff er búið að vera árlegt frá því að Menntastefna Reykjavíkur leyt dagsins ljós. Markmið samstarfsins er að efla sjálfbærni og félagsfærni barna á þessum 3ja leikskóla. 

Lesa >>


Skipulagsdagur / teachers planing day school closed

Skipulagsdagur

Á fimmtudag 31.mars er leikskólinn lokaður vegna skipulagsdags. Dagskrái,  fræðsla fyrir hádegi og eftir hádegi er unnið að einstaklingsnámskrá barna sem verður svo unnin með foreldrum í foreldraviðtölum í apríl. Nánar auglýst síðar.

Teacher´s planning day / school closed.

ljósogskuggi

Lesa >>


Skipulagsdagur / closed

Fimmtudaginn 31.mars er leikskólinn lokaður vegna skipulagsdags. Fræðsla fyrir hádegi á verkefninu Velkomin í hverfið og eftir hádegi verður unnið að einstaklingsáætlun barna sem síðan verður unnin með foreldrum í foreldraviðtölunum í apríl. Nánar auglýst síðar.

Teachers planing day / school closed.

ljósogskuggi

Lesa >>


Dagur leikskólans haldin hátíðlegur

Dagur leikskólans haldin hátíðlegur

Dagur leikskólans 6. febrúar var haldin hátíðlegur. Áætlað var að halda upp á hann sl mánudag en sökum veðurs þá var því frestað fram á föstudaginn. Starfsmenn leikskólans tóku sig til og léku leikritið um Gullbrá börnunum til mikillar gleði. 

Lesa >>


Jólakveðja

Jólakveðja

Gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum fyrir það liðna.

Lesa >>