Fatahólfin og kassarnir

Leikskólinn er vinnustaður barnanna. Þar fást þau við ýmiskonar efnivið og geta því hæglega óhreinkað föt sín. Þar sem börnin fara nær daglega út, þurfa fötin að vera í samræmi við veður hverju sinni. Merkt útiföt, skófatnaður og vettlingar skila sér betur til réttra eiganda.

Nauðsynlegt er að hafa aukaföt í kassanum ef eitthvað óhreinkast. Munið að merkja fatnað barnanna vel. Vel merkt föt skila sér betur til eigandans.

Það sem þarf að vera í kassanum:

 • Nærbuxur 2 stk
 • sokkapör/sokkabuxur 3 stk
 • Buxur 2 stk
 • Peysa 1 stk
 • Bolir 2 stk

Það sem á að hanga á snögunum/vera í hólfinu:

 • Pollagalli
 • Kuldagalli
 • Flíspeysa/hlý peysa
 • Flísbuxur/hlýjar buxur
 • Húfa/létt húfa á sumrin
 • Hlýir sokkar
 • Vettlingar 2 stk
 • Pollavettlingar

Rögn er fyrirtæki sem útbýr nafnborða og merki til þess að merkja fatnað. Hægt er að panta og ganga frá greiðslu á netinu og sent er heim. Slóðin er http://www.rogn.is Einnig er hægt að benda á álímda borða sem þola þvott frá My Name Tags https://www.mynametags.com/