Nú er haustið svo sannarlega komið. Skólinn að komast í góða rútínu eftir sumarfrí. Allar deildir hafa verið duglegar að nýta þetta yndislega haustveður síðustu daga og fara í gönguferðir hingað og þangað og verið mikið utandyra. Það hefur einnig verið smá vætusamt og getur það verið rosa fjör.
En rétt eins og á Ibiza þá eru froðupartýi mjög vinsæl en þau eru með aðeins öðruvísi sniði hér á Gullborg. Stundum þegar hefur verið rigning og allir eru í pollagöllum höfum við skrúfað frá vatninu út í garði og bætt smá sápu í fjörið við góðar undirtektir barnanna. Set með nokkrar myndir en annars minni ég á instagram reikninga hverrar deildar.