Gullborg fær afhentan Menningarfána Reykjavíkur

14206213 1103221906399631 3037549530846534880 o

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhenti í gær Gullborg Menningarfána Reykjavíkurborgar fyrir framúrskarandi menningarstarf með börnum og ungmennum.Menningarfáni Reykjavíkur miðar að því að hlúa að listkennslu og skapandi starfi með börnum og ungmennum í leikskólum, grunnskólum, frístundamiðstöðvum og skólahljómsveitum. Hann byggir á menningarstefnu Reykjavíkurborgar þar sem áhersla er lögð á að menning og listir séu snar þáttur í uppeldi og kennslu barna og ungmenna. Markmiðið með viðurkenningunni er að framlag barna til menningar og lista verði metið að verðleikum og gert sýnilegt, svo og að rækta menningarlega sjálfsmynd barna.

Gullborg
Menningarstarf með börnum á Gullborg hefur verið fast í sessi um árabil. Í starfinu er stöðugt leitað leiða til að gefa börnunum tækifæri á sviði lista og þau taka virkan þátt í mótun starfsins. Markvisst er unnið með umhverfis- og menningarvitund barnanna. Einnig er lögð áhersla á samstarf og sýnileika listastarfsins í nærumhverfi leikskólans. Unnið hefur verið að gerð kvikmynda með öllu sem því fylgir – handritagerð, búningagerð, klippingum og sýningahaldi. Listamenn eru fengnir til samstarfs til að styðja við og lyfta upp listastarfinu. Framlag foreldra er mikilvægur þáttur og þeir ómissandi hluti af starfinu leggja til þekkingu sína. Fjölbreyttur bakgrunnur starfsmanna er á sviði lista skapar tækifæri og nýta þeir sérþekkingu sína í starfinu með börnunum. Gullborg er með framúrskarandi menningarstarf með börnum.

Lesa >>


Flutningar milli deilda

Flutningar milli deilda

Í dag fluttu börnin á milli deilda og gekk það eins og smurt og hægt var. Allir gríðarlega spenntir að færast upp um deildar og hitta nýja félaga.

Lesa >>


Opnun eftir sumarfrí

Opnun eftir sumarfrí

Nú eru flest allir komnir til baka úr sumarfríinu góða. Allir glaðir, ánægðir og vel hvíldir fyrir spennandi haust! 

Lesa >>


Sumarlokun

Sumarlokun leikskólans verður frá og með mánudeginum 11.júlí og opnar aftur þriðjudaginn 2. ágúst. Hafið það sem allra  best í fríinu.

IMG 0255

Lesa >>