Lokað á föstudaginn-Skipulagsdagur

Lokað á föstudaginn-Skipulagsdagur

Viljum minna á að á föstudaginn 11. janúar er skipulagsdagur og er því leikskólinn lokaður þá. Starfsmenn nýta daginn til að skipuleggja vor starfið.

Just reminding everyone that on friday the 11th of January is teacher planning day, where teacher will plan the spring semester. Therefore is the kindergarten closed that day.

Lesa >>


Opnum í fyrramálið kl. 7.30

Við opnum í fyrramálið kl. 7.30. Í fataklefanum eru 3 blásarar sem hafa það hlutverk að þurrka upp innréttingar sem fóru illa út úr vatnstjóninu. Það er mikill hávaði í þeim en við ætlum að slökkva á þeim milli 7.30-9.00 á meðan börnin eru að mæta svo þau verði ekki hrædd. En ég vona að þeir klári sitt hlutverk í nótt.

Með kveðju Rannveig J Bjarnadóttir

 

Lesa >>


Gleðileg jól !

Við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári !

Þökkum samstarfið á liðnu ári og hlökkum til samstarfs á nýju ári !

Með jólakveðju börn og starfsmenn í Gullborg

jólakveðja20151jólakveðja20151

Lesa >>


Skýrsla frá Ytra matinu - Allt grænt og eitt gult

Skýrsla frá Ytra matinu - Allt grænt og eitt gult

Allt grænt og eitt gult eru orð sem hafa ómað um leikskólann á meðal starfsmanna. Við erum gríðarlega montinn með niðurstöður frá ytra matinu og erum stolt af okkar starfi. 

Leikskólinn fékk eina stjörnu frá ytra matinu og er það alls ekki algengt að leikskólar fái stjörnur.

image001

Til fyrirmyndar er hvernig leikskólinn leggur áherslu á líðan, samskipti og heilbrigði barna sem birtist í stefnu leikskólans, verkefnum og samskiptum starfsfólks og barna.

Set hér með skýrsluna í heildpdfGullborg_ytra_mats_skýrsla_2018.pdf

Lesa >>


Allskonar frá október og nóvember

Allskonar frá október og nóvember

Gullborgarar hafa aldeilis verið að bralla margt síðustu vikur og er alltaf líf og fjör hjá okkur. Sem dæmi má nefna var Grænadeild með fjáröflunar samkomu og buðu foreldrum á sýningu. Peningurinn sem safnaðist var svo nýttur til að kaupa dót fyrir jól í skókassa. 

Rauðadeild hefur farið í nokkrum hollum niður á Borgarbókasafn á námskeið til að læra hvernig á að meðhöndla bækur. Svo er auðvitað alltaf verið að leika og skemmta sér á Gullborg. Kennarar á Grænudeild héldu upp á Diwali. Börnin á Guludeild hafa verið að búa til "jólagrænmeti". Veðrið hefur líka verið einstaklega fallegt og þá sérstaklega í ljósaskiptum.

Lesa >>