Bóndadagur / farmers day

Fyrsti dagur þorra er nefndur bóndadagur sem er núna á föstudaginn 24. febrúar. Í tilefni af deginum ætlum við að bjóða í bóndakaffi og eru allir velkomnir frá kl. 8.00-9.00. Víkingastelpan hún Salka kemur kl. 9.30 í salinn og kynnir fyrir okkur siði og venjur víkinga hér forðum. Börnin fá að gæða sér á þorramat í salnum.  Foreldrar velkomnir.

Celebration on bóndadagur, Friday 24th January from 8.00-9.00 in the morning, every one is welcome to have breakfast and coffee. At 9.30 Salka viking girl will visit us and tell us all about vikings behavior and traditsion in the old days. Parents welcome.

Lesa >>


Vala leikskóli

Foreldrar geta núna nýtt sér app sem heitir Vala leikskóli. Appið er upplýsinga app fyrir forráðamenn barna í leikskólum. Í appinu geta forráðamenn séð tilkynningar og fréttir frá leikskólanum, sent og tekið á móti skilaboðum, séð matseðla og leikskóladagatal leikskólans. Foreldrar geta sótt appið á Appstore og Playstor.

Lesa >>


Jól í Gullborg

002 Jóladagskrá Gullborgar er komin upp í fataklefanum!

Lesa >>


Dagur gegn einelti 8. nóv

007010Árlegur dagur gegn einelti var þann 8. nóvember, af því tilefni hefur skóla- og frístundasvið gert tvö stutt myndbönd þar sem Vanda Sigurgeirsdóttir ávarpar börn og ungmenni um mikilvægi góðra samskipta. Hennar draumur er að öll börn útskrifist úr 10. bekk með bros á vör, góðar minningar, góða vini, félagslega fær og góðar manneskjur.

 

Lesa >>


Látum drauma rætast

hnottur og baugar

Látum drauma barna í Grandaborg, Gullborg og Ægisborg rætast.

Leikskólarnir Grandaborg, Gullborg og Ægisborg eru í samstarfi um að innleiða Menntastefnu Reykjavíkurborgar www.menntastefna.is „Látum draumana rætast“ stefnan gildir til ársins 2030.

Lesa >>