Ytra mat á skólastarfi í Gullborg/ External evaluation

Ytra mat á skólastarfi í Gullborg/ External evaluation

Á næstu dögum/viku fer fram ytra mat á skólastarfi í Gullborg, en samkvæmt lögum um leikskóla 90/2008 17. gr.- 20. gr. er gert ráð fyrir bæði innra og ytra mati og eftirliti á gæðum starfs í leikskólum. Með ytra mati er átt við úttekt á starfsemi stofnunnar sem unnin er af utanaðkomandi aðilum, s.s. sveitarfélögum og/eða menntamálaráðuneyti.

Lesa >>


Haustið að fjúka inn

Haustið að fjúka inn

Nú er haustið svo sannarlega komið. Skólinn að komast í góða rútínu eftir sumarfrí. Allar deildir hafa verið duglegar að nýta þetta yndislega haustveður síðustu daga og fara í gönguferðir hingað og þangað og verið mikið utandyra. Það hefur einnig verið smá vætusamt og getur það verið rosa fjör. 

En rétt eins og á Ibiza þá eru froðupartýi mjög vinsæl en þau eru með aðeins öðruvísi sniði hér á Gullborg. Stundum þegar hefur verið rigning og allir eru í pollagöllum höfum við skrúfað frá vatninu út í garði og bætt smá sápu í fjörið við góðar undirtektir barnanna. Set með nokkrar myndir en annars minni ég á instagram reikninga hverrar deildar.

Lesa >>


Föstudagurinn 24. ágúst

Föstudagurinn 24. ágúst

Sólin skein svo rosalega glatt að við ákváðum að skella okkur snemma út í morgun og hafa föstudagssalinn úti í þetta skiptið. Við settumst öll í litla "hvamminn" okkar og sungum þar saman við góðar undirtektir. Eftir það léku öll börnin á Gullborg sér saman úti, æðislega gaman. Grænadeild setti myndband á instagramm reikning sinn af einu laginu sem var flutt úti.

Lesa >>


Við erum byrjuð aftur!

Við erum byrjuð aftur!

Þá eru við byrjuð aftur eftir gott sumarfrí. Leikskólinn opnaði reyndar aftur 7. ágúst. Flestir rosa glaðir að byrja aftur í leikskólanum bæði foreldrar og börn. 

Miklar breytingar standa nú yfir en við segjum skilið við Regnbogadeildar húsnæðið í þessari viku og hafa nokkrir starfsmenn staðið í ströngu við að tæma húsnæðið til að gera klárt fyrir Undraland að taka yfir.

Sú sól sem hefur verið í sumar heldur áfram að reyna skína í gegnum skýin og höfum við nýtt alla þá geisla sem ná í gegn. 

Við erum orðin mjög spennt fyrir að byrja hauststarfið af fullum krafti og minnum við á skipulagsdaginn sem er 22. ágúst sem við nýtum í að skippulegja haustið. 

Lesa >>


Sumarfrí!

Sumarfrí!

Seinasti dagur fyrir sumarfrí! Við á Gullborg óskum ykkur gleðilegra stunda í fríinu og hlökkum til að sjá ykkur aftur þriðjudaginn 7.ágúst þegar við opnum aftur.

Lesa >>