Öskudagurinn er á morgun

Öskudagurinn er á morgun

Mjög skemmtilegur dagur framundan hjá okkur á Leikskólanum Gullborg, en öskudagurinn er á morgun! Elstu börnin hafa verið að vinna hörðum höndum að búningagerð síðan í byrjun janúar og voru með búningasýningu í salnum okkar í dag.

Lesa >>


Dagur leikskólans 6.febrúar

Dagur leikskólans 6.febrúar

Í dag er dagur leikskólans en á þessum degi árið 1950 stofnuðu leikskólakennarar sín fyrstu samtök. Tilgangur með degi leikskólans er að vekja athygli á hlutverki leikskóla og starfi leikskólakennara.

Lesa >>


Þorrablót á Gullborg

Þorrablót á Gullborg

Við tókum þorranum fagnandi á föstudaginn síðast liðinn. Salka víkingastelpa kom til okkar í salinn og sýndi okkur fötin sín, áhöldin og vopnin sín. Sem var mjög áhugavert og fengu við að skoða og halda á dótinu hennar Sölku.

Við fengum svo að smakka á þorramat í salnum og var hlaðborð þar sem allir fengu að smakka allt sem þeir vildu. 

Lesa >>


Ljós og skuggar

Ljós og skuggar

Starfið okkar í janúar og febrúar einkennist mikið af vinnu með ljós og skugga. Við höfum mikið verið að leika okkur með vasaljósin og farið með þau í útiveru og í stuttar göngutúra. Hér eru nokkrar myndir frá útiveru grænudeildar með vasaljós.

Lesa >>


Bráðum koma blessuð jólin... og jólasveinarnir!

Bráðum koma blessuð jólin... og jólasveinarnir!

Mikið um að vera hjá okkur um þessar mundir, eins og alltaf. Allar deildir eru búnar að baka piparkökur og eru allir líka að leggja lokhönd á jólagjafirnar. Það er mikið beðið eftir að jólasveinnin fari nú loksins að koma og jólin auðvita líka. Þau eru aaaalveg að koma og eru búin að vera aaaalveg að koma síðan í nóvember, svo tilhlökkunin er mikil.

Lesa >>