Bangsa- og náttfatakósídagur

Bangsa- og náttfatakósídagur

Á laugardaginn 27.október er alþjóðlegi bangsadagurinn. Að því tilefni bjóðum við öllum börnum leikskólans að koma með einn bangsa að heiman á morgunn, föstudaginn 26.október og einnig mega allir koma í náttfötum.

Next saturday, the 27th of October is the International teddy bear day. In celebration of that we welcome everyone to bring one teddy bear from home and wear pyjamas to school, tomorrow, friday the 26th of October. 

Lesa >>


STARFSDAGUR!

STARFSDAGUR!

Viljum minna á starfsdag á föstudaginn 19.október þá er leikskólinn lokaður.  Starfsmenn eru að fara á ráðstefnuna Hugarástand í leik og starfi með prof Mihály Csíkszentmihályi hann er frumkvöðull jákvæðrar sálfræði og kenningar um flæði, sköpun og lífshamingju. 

Just want to remind everyone that the kindergarten is closed  friday october 19th due to teacher planning day. The teachers will participate in a conferenca with prof Mihály Csíkszentmihályi about positive psychology. 

Lesa >>


Ytra mat á skólastarfi í Gullborg/ External evaluation

Ytra mat á skólastarfi í Gullborg/ External evaluation

Á næstu dögum/viku fer fram ytra mat á skólastarfi í Gullborg, en samkvæmt lögum um leikskóla 90/2008 17. gr.- 20. gr. er gert ráð fyrir bæði innra og ytra mati og eftirliti á gæðum starfs í leikskólum. Með ytra mati er átt við úttekt á starfsemi stofnunnar sem unnin er af utanaðkomandi aðilum, s.s. sveitarfélögum og/eða menntamálaráðuneyti.

Lesa >>


Haustið að fjúka inn

Haustið að fjúka inn

Nú er haustið svo sannarlega komið. Skólinn að komast í góða rútínu eftir sumarfrí. Allar deildir hafa verið duglegar að nýta þetta yndislega haustveður síðustu daga og fara í gönguferðir hingað og þangað og verið mikið utandyra. Það hefur einnig verið smá vætusamt og getur það verið rosa fjör. 

En rétt eins og á Ibiza þá eru froðupartýi mjög vinsæl en þau eru með aðeins öðruvísi sniði hér á Gullborg. Stundum þegar hefur verið rigning og allir eru í pollagöllum höfum við skrúfað frá vatninu út í garði og bætt smá sápu í fjörið við góðar undirtektir barnanna. Set með nokkrar myndir en annars minni ég á instagram reikninga hverrar deildar.

Lesa >>


Föstudagurinn 24. ágúst

Föstudagurinn 24. ágúst

Sólin skein svo rosalega glatt að við ákváðum að skella okkur snemma út í morgun og hafa föstudagssalinn úti í þetta skiptið. Við settumst öll í litla "hvamminn" okkar og sungum þar saman við góðar undirtektir. Eftir það léku öll börnin á Gullborg sér saman úti, æðislega gaman. Grænadeild setti myndband á instagramm reikning sinn af einu laginu sem var flutt úti.

Lesa >>