Skýrsla frá Ytra matinu - Allt grænt og eitt gult

Skýrsla frá Ytra matinu - Allt grænt og eitt gult

Allt grænt og eitt gult eru orð sem hafa ómað um leikskólann á meðal starfsmanna. Við erum gríðarlega montinn með niðurstöður frá ytra matinu og erum stolt af okkar starfi. 

Leikskólinn fékk eina stjörnu frá ytra matinu og er það alls ekki algengt að leikskólar fái stjörnur.

image001

Til fyrirmyndar er hvernig leikskólinn leggur áherslu á líðan, samskipti og heilbrigði barna sem birtist í stefnu leikskólans, verkefnum og samskiptum starfsfólks og barna.

Set hér með skýrsluna í heildpdfGullborg_ytra_mats_skýrsla_2018.pdf

Lesa >>


Allskonar frá október og nóvember

Allskonar frá október og nóvember

Gullborgarar hafa aldeilis verið að bralla margt síðustu vikur og er alltaf líf og fjör hjá okkur. Sem dæmi má nefna var Grænadeild með fjáröflunar samkomu og buðu foreldrum á sýningu. Peningurinn sem safnaðist var svo nýttur til að kaupa dót fyrir jól í skókassa. 

Rauðadeild hefur farið í nokkrum hollum niður á Borgarbókasafn á námskeið til að læra hvernig á að meðhöndla bækur. Svo er auðvitað alltaf verið að leika og skemmta sér á Gullborg. Kennarar á Grænudeild héldu upp á Diwali. Börnin á Guludeild hafa verið að búa til "jólagrænmeti". Veðrið hefur líka verið einstaklega fallegt og þá sérstaklega í ljósaskiptum.

Lesa >>


Bangsa- og náttfatakósídagur

Bangsa- og náttfatakósídagur

Á laugardaginn 27.október er alþjóðlegi bangsadagurinn. Að því tilefni bjóðum við öllum börnum leikskólans að koma með einn bangsa að heiman á morgunn, föstudaginn 26.október og einnig mega allir koma í náttfötum.

Next saturday, the 27th of October is the International teddy bear day. In celebration of that we welcome everyone to bring one teddy bear from home and wear pyjamas to school, tomorrow, friday the 26th of October. 

Lesa >>


STARFSDAGUR!

STARFSDAGUR!

Viljum minna á starfsdag á föstudaginn 19.október þá er leikskólinn lokaður.  Starfsmenn eru að fara á ráðstefnuna Hugarástand í leik og starfi með prof Mihály Csíkszentmihályi hann er frumkvöðull jákvæðrar sálfræði og kenningar um flæði, sköpun og lífshamingju. 

Just want to remind everyone that the kindergarten is closed  friday october 19th due to teacher planning day. The teachers will participate in a conferenca with prof Mihály Csíkszentmihályi about positive psychology. 

Lesa >>


Ytra mat á skólastarfi í Gullborg/ External evaluation

Ytra mat á skólastarfi í Gullborg/ External evaluation

Á næstu dögum/viku fer fram ytra mat á skólastarfi í Gullborg, en samkvæmt lögum um leikskóla 90/2008 17. gr.- 20. gr. er gert ráð fyrir bæði innra og ytra mati og eftirliti á gæðum starfs í leikskólum. Með ytra mati er átt við úttekt á starfsemi stofnunnar sem unnin er af utanaðkomandi aðilum, s.s. sveitarfélögum og/eða menntamálaráðuneyti.

Lesa >>